Leiðsögn um Hafnarborg  • Hafnarborg

Listaverk í Hafnarborg

Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17

Hafnarborg býður gesti velkomna á sýninguna Töfrafund – áratug síðar eftir spænsk-íslenska listamannatvíeykið og handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021, Libiu Castro & Ólaf Ólafsson, ásamt hinum teygjanlega listamanna- og aktívistahóp Töfrateyminu. Nú eru tíu ár liðin síðan listamennirnir héldu síðast einkasýningu í Hafnarborg, þá byggða á stjórnarskránni frá 1944, og eins er áratugur síðan tillagan að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland var samin.

Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17. Lokað föstudaginn langa og páskadag.

Gestum Hafnarborgar gefst einnig kostur á að upplifa fyrri sýningar í gegnum rafræna leiðsögn Ágústu Kristófersdóttur, fyrrvernadi forstöðumanns Hafnarborgar. Ágústa segir frá tilkomu sýninganna, sköpunarferli listamannanna og völdum verkum á sýningunum.

Far, samtal á milli verka myndlistarmanns og áhugaljósmyndara

Sýningin Far opnaði í tilefni Ljósmyndahátíðar Íslands í upphafi árs en lauk með hertu samkomubanni. Á sýningunni mátti sjá samtal á milli verka þeirra Þórdísar Jóhannesdóttur, myndlistarmanns, og Ralphs Hannam, áhugaljósmyndara sem starfaði hér á landi um miðja síðustu öld.

Þögult vor, eftir myndlistarkonurnar Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur.

Sýningin opnaði í janúar sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020 en sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.

Á sýningunni kalla Lilja, Hertta og Katrín fram hlýjar tilfinningar til náttúrunnar í þeirri von að vekja okkur til umhugsunar um skaðleg áhrif okkar á lífríki jarðarinnar. Andspænis hnattrænni hlýnun beita þær þá bæði ljósmyndamiðlinum og næmri, efnislegri nálgun við umhverfi sem þarfnast jafnt athygli og alúðar.

Leiðsagnirnar eru textaðar bæði á íslensku og ensku.

 

Lög frá hádegistónleikum

Hér flytja Gissur Páll Gissurarson, tenór, og Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, aríuna „Una furtiva lagrima“ úr Ástardrykknum eftir Donizetti.

Hér syngur hin ástsæla sópransöngkona Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, aríuna „Casta diva“ úr óperunni Normu eftir Bellini, ásamt Antoníu Hevesi, listrænum stjórnanda hádegistónleika í Hafnarborg, sem leikur á píanó.

 

Þriðjudaginn 6. apríl kl. 12 mun Ingveldur Ýr Jónsdóttir koma fram á hádegistónleikum í beinu streymi.


Var efnið hjálplegt? Nei