Leiðsögn um Hafnarborg


  • Utilistaverk2

Listi yfir útilistaverk

Í Hafnarfirði er að finna fjölmörg útilistaverk sem varða sögu bæjarins, byggðarinnar og hafnarinnar.

Í Hafnarfirði er að finna fjölmörg útilistaverk sem varða sögu bæjarins, byggðarinnar og hafnarinnar, jafnt brjóstmyndir og minnisvarða, auk óhlutbundinna skúlptúra og verka sem sækja innblástur sinn í náttúruna. Mörg verkanna eru staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar og við höfnina en einnig má finna fjölda þeirra í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni, í Hellisgerði og við Sólvang. 

IMG_8332Útilistaverkið Slæmt samband eftir Sonja Renard á Víðistaðatúni.

Verk í eigu innlendra sem erlendra listamanna sem tengjast bænum 

Meðal þeirra listamanna sem eiga verk í almannarými Hafnarfjarðar má nefna Ásmund Sveinsson, Gest Þorgrímsson, Sigrúnu Guðjónsdóttur (Rúnu), Einar Má Guðvarðarson, Sverri Ólafsson, Hallstein Sigurðsson og Steinunni Þórarinsdóttur, auk ýmissa erlendra listamanna sem tengjast bænum. 

Kort og lista yfir útilistaverk í Hafnarfirði má finna á slóðinni utilistaverk.hafnarborg.is


Var efnið hjálplegt? Nei