Innsiglingaljós


Innsiglingaljós

Vitinn við Vitastíg var byggður um 1900 uppi á háhrauninu

Það er vel við hæfi að bær með mikla sögu tengda sjómennsku hafi vita sem táknmynd. Vitinn við Vitastíg var byggður um aldamótin 1900, á háhrauninu, eins og það var kallað. Vitinn var innsiglingaljós sem lýsti sjómönnum til ársins 1979 er starfsemi hans var lögð niður. Árið 1913 var vitinn hækkaður allmikið þar sem Fríkirkjan, sem þá var nýbyggð, skyggði á hann svo ljósið frá honum sást illa.


Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei