HöfðaskógurHöfðaskógur

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er við Hvaleyrarvatn

Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er suðvestan Kaldárselsvegar skammt frá Hvaleyrarvatni, á landsvæði sem hlotið hefur nafnið Höfðaskógur. M.a. trjásýnilundur þar sem getur að líta fjölmargar tegundir trjáa og runna.

Trjágróðurinn í Höfðaskógi er af margvíslegum toga en mest ber á greni, furu, birki, víði, reyni og aspartegundum. Fjölbreytnin er meiri en þessi listi ber með sér því innan svæðisins hefur víða verið plantað út ótrúlegustu tegundum sem margar hverjar spjara sig býsna vel. Á 50 ára afmæli Skógræktarfélagsins árið 1996 var opnaður trjásýnilundir með rúmlega 250 trjátegundum og kvæmum á elsta ræktunarsvæðinu ofan Hvaleyrarvatns. Á síðustu árum einnig verið unnið að því að planta út öllum þekktum tegundum rósa sem finnast hér á landi í suðurhlíðum Húshöfða.

Komdu í skógarferð!

 


Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei