Hamarinn


Hamarinn

Á klöppunum ofan á Hamrinum má sjá jökulrispur

Í klöppunum ofan á Hamrinum má sjá jökulrispur; menjar ísaldarjökulsins. Víðsýnt er af Hamrinum en þar er útsýnisskífa og í góðu skyggni sést allur fjallahringinn umhverfis Faxaflóa. Í Hamrinum eru sagðar búa álfaverur af konungakyni. Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984.

Á leiðinni upp er hægt að komast að því hvað Flensborgartröppurnar eru margar og ágætt að fara nokkrar ferðir til þess að ná aukahreyfingu.


Var efnið hjálplegt? Nei