Ganga


Ganga

Í umhverfi Hafnarfjarðarbæjar eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir fyrir alla fjölskylduna

Á lengri sem styttri göngum er gott að brúka bekki! Í dag geta Hafnfirðingar og aðrir gestir gengið um nær öll hverfi bæjarins og hvílt sig á bekk með um 250-300 metra millibili. Markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu bæjarbúa, óháð aldri og heilsufari.

Í upplandi Hafnarfjarðar leynast ævintýri við hvert fótmál og um allan Hafnarfjörð eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir sem henta vel til útivistar fyrir alla fjölskylduna. Á gönguferð má til dæmis leika sér að því að finna hunda, fugla, listaverk eða plöntur og taka af þeim myndir. Síðan getur þú greint tegundir og heiti myndefnisins þegar heim er komið.

Fyrir þá sem þurfa meiri áskorun er tilvalið að fara í fjallgöngu á Ásfjall eða Helgafell.


Var efnið hjálplegt? Nei