Finndu þrjá hluti


Fjárborg

Í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð er marga spennandi staði að finna

Í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð er marga spennandi staði að finna. Á góðviðrisdegi má ganga frá Barböruvegi, (vestur) fyrir malarnámur að Óttarsstaðaborg, hlaðinni fjárborg sem einnig er nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur sem hlóð borgina ásamt vinnumanni sínum árið 1880. Fjárborgir voru notaðar til að skýla sauðfé yfir vetrartímann.

Í Smalaskálakeri rétt austan við fjárborgina er listaverk Hreins Friðfinnssonar, Hús 3 skúlptúr sem er arftaki verksins Slunkaríkis sem Hreinn setti upp á þessum stað 1974. Þessi útgáfa að verkinu var flutt á staðinn árið 2011. Gangan tekur um 2 klst.


Var efnið hjálplegt? Nei