Efldu þig


Einarsreitur

Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét útbúa þennan saltfiskreit árið 1913

Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét útbúa þennan saltfiskreit árið 1913 og var hann stækkaður nokkuð árið 1929 en þá lét Einar jafnframt reisa þar þurrkhús sem var þá eitt það fullkomnasta hér á landi. Saltfiskverkun var mikil í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar en saltfiskur var verkaður frá því í janúar og fram í september ár hvert.

Framan af 20. öldinni voru margir fiskreitir útbúnir í Hafnarfirði og þá einkum í hrauninu í útjaðri hans og urðu þeir hin mestu mannvirki. Það verk að brjóta Hafnarfjarðarhraunið undir fiskreiti var mikið og erfitt starf sem oftast var unnið í akkorðsvinnu. Eins og sjá má á hleðslunum í Einarsreit var grjótinu ekki hrúgað upp heldur lögðu menn metnað í hleðslurnar, jafnvel þótt um ákvæðisvinnu væri að ræða.

Á Einarsreit er söguskilti frá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem segir frá saltfiskverkun í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar og skemmtilegur leik- og boltavöllur.

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei