Dorgveiði
Komdu að veiða
Komdu að veiða! Það stendur öllum til boða að munda veiðarfæri sín við höfnina í Hafnarfirði. Aðalatriðið er að mæta, njóta og fara varlega.
Við Flensborgarhöfnina eða Norðurbakkann er tilvalið að dorga. Það reynir heilmikið á þolinmæðina en það er alltaf jafn skemmtilegt þegar fiskur bítur á! Tólf ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum og hafið í huga að fiskur sem veiðist við bryggju er líklega ekki ætur.