Álfar


Álfar

Sagt er að fjöldi álfa og huldufólks búi í Hellisgerði

Hellisgerði er hrauni prýddur skrúðgarður. Þar er tjörn með gosbrunni, fjölskrúðugt líf og gróður og kjörið umhverfi til fjölskylduskemmtunar. Hellisgerði býr einnig yfir djúpstæðri sögu og mun þar búa mikill fjöldi álfa og huldufólks.

Í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæja fæst huliðsheimakort þar sem byggðir huliðsvætta í Hafnarfirði hafa verið skráðar eftir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Þar segir: „Hafnarfjörður er bær manna og hulduvera. Um leið og hægt er að skynja álfaverur í hverjum húsagarði er hraunið sérlega lifandi, með dvergum, jarðdvergum og allskyns álfaverum“. Tilvalið er að verða sér úti um huliðsheimakort og fara í leit að álfum og huldufólki.

Á Víðistaðatúni í næsta nágrenni eru fjölmörg útilistaverk sem gaman er að skoða. Hér er hægt að nálgast ratleik um útilistaverkin á Víðistaðatúni og Hellisgerði en ratleikurinn hefst einmitt þar.


Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei