Ævintýri


  • Ærslabelgur á Óla Run túni

Ærslabelgir

Í Hafnarfirði eru tveir ærslabelgir til að hoppa á

Ærslabelgur er niðurgrafin loftknúin hoppudýna sem er jafnhá landslaginu og er hugsuð fyrir fólk á öllum aldri til að njóta og leika sér við að hoppa og skoppa. 

Mikið fjör hefur verið á Víðistaðatúni, Óla run túni, Stekkjarbergi og á lóð Hraunvallaskóla síðan ærslabelgirnir voru settir þar upp og ljóst að þeir er góð viðbót við þau tæki og þá afþreyingu sem fyrir er á svæðinu. 

Ærslabelgirnir eru tímastilltir eru opnir frá kl. 9-22 alla daga vikunnar yfir sumartímann og kl. 9-18 vor og haust þar til frysta tekur og veturinn færist yfir en þá er slökkt á ærslabelgjunum þar til vora tekur að nýju. 

Allir „hopparar“ eru vinsamlegast beðnir um að skemmta sér kostulega en fara á sama tíma varlega og eftir þeim umgengnisreglum sem settar hafa verið upp við belgina.

ReglurAerslabelgur2020Allir hopparar eru beðnir um að fara eftir settum reglum og leiðbeiningum við belginn þannig að líf haldist í honum.

Ærslabelgir sem þessir hafa verið settir upp víða um land og notið mikilla vinsælda. Finndu næsta ærslabelg.

IMG_5671Ærslabelgurinn á Víðistaðatúni var settur upp sumarið 2019. 

Ærslabelgur á Óla Run túni

Ærslabelgurinn á Óla Run túni var opnaður á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní 2020.

IMG_9173

Ærslabelgurinn í Stekkjarbergi var tekinn í notkun í júní 2021.

0K1A2500-vef

Ærslabelgurinn á lóð Hraunvallaskóla á Völlunum er sá fjórði í bænum.


Var efnið hjálplegt? Nei