Lífsgæðasetur


Lífsgæðasetur
  • St. Jósefspítalir framhlið

Lífsgæðasetur

heilsa – samfélag – sköpun

HEIMASÍÐA ST. JÓSEFSSPÍTALA

Almennar upplýsingar um St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali var byggður 1926 af St. Jósefssystrum sem ráku þar spítala til ársins 1987 en þá seldu þær ríki og Hafnarfjarðarkaupstað spítalann. Í húsnæðinu var rekinn spítali til ársins 2011 en þá var spítalanum lokað.

Hafnarfjarðarkaupstaður eignaðist allt húsið með kaupsamningi við ríkissjóð í júní 2017. Í kaupsamningi skuldbindur Hafnarfjarðarkaupstaður sig til að reka almannaþjónustu í fasteigninni.

Eftir kaup á húsnæðinu skipaði bæjarráð starfshóp til að koma með mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala. Starfshópurinn skilaði skýrslu til bæjarráðs 15. október 2017og kom með 3 tillögur. Bæjarráð ákvað að tillaga nr. 1 Lífsgæðasetur, heilsa – samfélag – sköpun skyldi útfærð og gerði starfshópurinn það og skilaði skýrslu til bæjarráðs 25. janúar 2018 .

Bæjarráð skipaði þann 8. febrúar s.l. samstarfsvettvang „til að leiða þá vinnu sem þarf að fara fram til að starfsemi geti hafist í húsinu, sbr. skýrslu starfshópsins frá 25. janúar 2018“.

St. Jósefsspítali  fær nú nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar.

Áhugasamir geta fylgst með á samfélagsmiðlum, Facebook og Instagram

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við verkefnastjóra, Ragnheiður Agnarsdóttir á netfangið  ragnheidur@stjo.is

Nánari upplýsingar 


Teikningar