JólaþorpJólaþorpið 2019

Umsókn um þátttöku og leigu á jólahúsi í Hafnarfirði

Hér er hægt að sækja um sölu- og kynningaraðstöðu í Jólaþorpinu. Í jólaþorpinu verða um 20 einingahús sem eru 5,8 m2 að stærð. Að utan verður mænir hússins skreyttur með greni og seríu. Nauðsynlegt er að leigjendur skreyti sína bása og geri skemmtilega.

Umsækjendur þurfa að skila umsókn inn fyrir 15. október og eftir það fara umsóknir á biðlista.

Tímar til leigu:

Til að sækja um jólahús í Jólaþorpinu þarf að tilgreina á hvaða tíma er óskað eftir rými, sérstakar óskir varðandi rafmagn, eða annað, sbr. hér neðar.

Leiguverð 15.000 pr. helgi.

Óskað er eftir 16A 1 fasa rafmagni (s.s. fyrir bakstur, kakópott eða annað slíkt)

Val á söluaðilum

Val á söluaðilum fer eftir þessum þáttum sem eru tilgreindir hér neðar. Verkefnisstjórn Jólaþorps hagar vali á umsóknum til þátttöku eftir:

  • vöruflokkum
  • algengi vöru á boðstólum á sölusvæði
  • starfsemi umsækjanda
  • ásamt sérstökum aðstæðum sem geta komið fram.

Söluaðilar þurfa að uppfylla lög og reglur sem um það kunna að gilda hvað sölumuni varðar í Jólaþorpinu. Sé vara eða vöruflokkur skilyrtur á einhvern hátt eða háður veitingu leyfa ber söluaðila að kynna sér það og afla viðkomandi leyfa. Á þetta við t.d. sölu matvæla, drykkjar, áfengra drykkja og annarar vöru sem er mögulega eftirlitsskyld. Söluaðilar eru hvattir til að kynna sér einnig hvort og hvaða tryggingar kunni að vera hentugar eigi það við.

Staðsetning jólahúsa fer eftir heildarásýnd þorpsins og hvað hentar helst í því skyni. Það er keppikefli verkefnisstjórnar að Jólaþorpinu vegni sem best og það er haft til grundvallar við framkvæmd þess og starfsemi.

Innifalið í leigufjárhæð er allur kostnaður við uppsetningu og rekstur hússins og þrif á svæðinu. Að auki mun Hafnarfjarðarbær sjá um að kynna Jólaþorpið með ýmsum hætti og sjá um að laða að gesti með skemmtidagskrá.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: