NágrannavarslaNágrannavarsla

Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og sjá sér allir hag í þeirri samvinnu.

Þegar að innleiðingu kemur þá þarf að sækja um uppsetningu nágrannavörsluskiltis hjá Hafnarfjarðarbæ.

Í  upphafi verkefnisins þurfa íbúar að skrá sig á þátttökulista og velja hópstjóra. Til að um virka nágrannavörslu sé að ræða þurfa að lágmarki 70% íbúa svæðis/götu/stigagangs að taka þátt. Hópstjóri tilkynnir nágrannavörslu til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar og sækir  um uppsetningu nágrannavörsluskiltis. Íbúar þurfa að kaupa þar til gert skilti og sér Hafnarfjarðarbær um uppsetningu  þess.

Hér má sækja um


Var efnið hjálplegt? Nei