Nágrannavarsla
Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir sjá hag sinn í þeirri samvinnu.
Þegar innleiðingu er lokið er hægt að sækja um uppsetningu nágrannavörsluskiltis hjá Hafnarfjarðarbæ.
Í upphafi verkefnisins þurfa íbúar að skrá sig á þátttökulista og velja hópstjóra. Til að um virka nágrannavörslu sé að ræða þurfa að lágmarki 70% íbúa húss/götu/hverfis að taka þátt. Hópstjóri tilkynnir nágrannavörslu til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar og sækir um uppsetningu nágrannavörsluskiltis.
Vilt þú setja á fót nágrannavörslu?
Reynslan sýnir að árangursríkara er að skipuleggja nágrannavörslu á minni svæðum s.s. í einni götu eða fjölbýlishúsi. Hver er hugur nágranna til nágrannavörslu? Talaðu við 3-5 nágranna og sjáðu hvort áhugi á málinu er til staðar. Ef áhugi er til staðar er tímabært að halda áfram:
- Kynntu fyrirhugaða nágrannavörslu með dreifibréfi
– sjá drög
- Safnaðu undirskriftum á þátttökubeiðni
- Haldið kynningarfund með nágrönnum
- Hópstjóri sækir um uppsetningu nágrannavörsluskiltis á MÍNUM SÍÐUM
- Vertu góður granni - „augu og eyru“
hússins/götunnar/hverfisins – sjá gátlista fyrir heimili frá TM
- Árlega er kallað til fundar með hópstjórum – ef
verkefnið líður undir lok eru skiltin tekin niður