NágrannavarslaNágrannavarsla

Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir sjá hag sinn í þeirri samvinnu.

Þegar innleiðingu er lokið er hægt að sækja um uppsetningu nágrannavörsluskiltis hjá Hafnarfjarðarbæ.

Í  upphafi verkefnisins þurfa íbúar að skrá sig á þátttökulista og velja hópstjóra. Til að um virka nágrannavörslu sé að ræða þurfa að lágmarki 70% íbúa húss/götu/hverfis að taka þátt. Hópstjóri tilkynnir nágrannavörslu til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar og sækir  um uppsetningu nágrannavörsluskiltis. Íbúar fá þar til gert skilti hjá tryggingafélagi og Hafnarfjarðarbær sér um uppsetningu  þess.

Vilt þú setja á fót nágrannavörslu?

Reynslan sýnir að árangursríkara er að skipuleggja nágrannavörslu á minni svæðum s.s. í einni götu eða að það nái yfir eitt fjölbýlishús. Hver er hugur nágranna til nágrannavörslu? Talaðu við 3-5 nágranna og sjáðu hvort áhugi á málinu er til staðar. Ef áhugi er til staðar er tímabært að halda áfram:


Hér má sækja um


Var efnið hjálplegt? Nei