Þjónustumiðstöð


Þjónustumiðstöð

Opnunartími
Mán-fim 08:00-16:00
Föstudaga 08:00-15:20    

Heimilisfang: Norðurhella 2 
Símanúmer:  585 5670
Neyðarnúmer eftir lokun skiptiborðs: 664-5678
Netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Ábendingar má senda í gegnum ábendingagátt.

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar annast margvísleg verkefni sem lúta að þjónustu við íbúa og stofnanir bæjarins. Starfsmenn þar sinna ýmsum viðhalds- og rekstrarverkefnum sem og vinna að ýmsum smærri nýframkvæmdum á bæjarlandi. Verkefnin eru mörg og árstíðabundin. Þau eru m.a. viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu er tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum, opnum leikvöllum og upplandi bæjarins.

Nokkur dæmi um verkþætti:

 • Snjómokstur og hálkuvarnir
 • Jólaskreytingar
 • Biðskýli og útibekkir
 • Ljósastauraskipti
 • Almenn hreinsun
 • Viðhald og umhirða á gróðurbeðum
 • Grassláttur
 • Þökulagnir
 • Umhirðu á gróðri
 • Hellulagnir
 • Ýmis frágangsverkefni fyrir veitur
 • Viðhald og nýsmíði á timburverki
 • Viðgerðir og eftirlit með tækjaflota bæjarins
 • Ýmsir flutningur og þjónusta við stofnanir bæjarins
 • Ýmis þjónusta, ráðleggingar og ráðgjöf til íbúa bæjarins

Var efnið hjálplegt? Nei