Hljóðvist


Hljóðvist

Aðgerðaáætlun gegn hávaða í Hafnarfirði á árunum 2018-2023

Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005.

Markmið að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans 

Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2012, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu. Breyting á umferðarmagni síðustu fimm ár er metin óveruleg m.t.t. hávaðaáraunar og því er ekki þörf á endurskoðun hávaðakorta frá árinu 2012. Áætlunin hefur það markmið að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans.

Samþykkt í bæjarstjórn 6. mars 2019

Aðgerðaráætlunin var til kynningar almenningi á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar á tímabilinu 20. desember 2018 - 20. janúar 2019. Að lokinni kynningu og að teknu tilliti athugasemda var aðgerðaráætlunin samþykkt í umhverfis- og framkvæmdaráði þann 27.02.2019 og í bæjarstjórn 6.03.2019.


Var efnið hjálplegt? Nei