Ungmennaráð


Ungmennaráð

Ungmennaráð Hafnarfjarðar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-18 ára. Áhersla er lögð á þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum ásamt því að koma skoðunum ungs fólks til réttra aðila innan stjórnkerfisins. Í Ungmennaráði sitja tveir fulltrúar úr hverjum grunnskóla í Hafnarfirði, þrír úr hverjum framhaldsskóla í Hafnarfirði og þrír fulltrúar sem eru valdir í gegnum Hamarinn að Suðurgötu 14. Starfsmenn ráðsins eru tveir og starfa þeir fyrst og fremst sem ráðgjafar og mega því ekki hafa áhrif á starfsemi þess.

Ungmennaráð Hafnarfjarðar fundar á tveggja vikna fresti í Hamrinum. Fundarstjórn og undirbúningur funda skiptist á milli meðlima ráðsins. Þannig gefst sem flestum tækifæri til þess að stýra fundum og kynnast því hvernig á að undirbúa fund. Fundarstjóri þarf jafnframt að passa uppá að mál séu tekin fyrir með skipulögðum hætti. Ákvarðanir fundarins eru ritaðar í fundargerð sem birtast á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Markmið Ungmennaráðs Hafnarfjarðar er að skapa vettvang og leiðir fyrir þá sem eru yngri en 18 ára til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Þátttaka ungs fólks er mikilvæg til þess að bæta þjónustu og aðstæður þeirra. Á það fyrst og fremst við um málefni sem viðkemur ungu fólki á einn eða annan hátt og þau þekkja af eigin raun. Þar má nefna skólastarf, tómstundastarf og skipulag nánasta umhverfis.

Hlutverk starfsmanna Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

Starfsmenn Ungmennaráðs Hafnarfjarðar eru tveir. En samkvæmt lögum Ungmennaráðs Hafnarfjarðar eiga þeir að vera tilnefndir af æskulýðsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Þeir taka ekki frumkvæði, nema ef brýna nauðsyn krefur. Starfsmenn ráðsins starfa fyrst og fremst sem ráðgjafar og mega því ekki hafa áhrif á starfsemi þess. Þeir rita einnig fundargerð ráðsins og aðstoða við að koma samþykktum þess áleiðis.

Starfsmenn Ungmennaráðs Hafnarfjarðar eru

Óskar Steinn Ómarsson
Þórunn Stefánsdóttir

Hér er hægt að sjá hverjir sitja í ungmennaráði

Hægt er að koma skilaboðum til þeirra á rafpóstfangið ungmennarad@hafnarfjordur.is


Var efnið hjálplegt? Nei