ÞorpiðÞorpið

Verkefnið Þorpið var tilraunaverkefni til eins árs í samstarfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar. Verkefnið hóst í mars 2019 og lauk vorið 2020. Markmiðið með verkefninu var að draga úr/koma í veg fyrir vímuefnaneyslu barna og ungmenna með samstarfi aðila sem byggir á hugmyndum um snemmtæka íhlutun t.d. með því að koma í veg fyrir að börn búi við ofbeldi, vanrækslu eða aðrar aðstæður sem gera þau útsettari fyrir áhættuhegðun.

Lögreglumaðurinn sem sinnti verkefninu var Birgir Örn Guðjónsson en með honum starfaði vinnuhópur starfsmanna og lögreglunnar. 

Markmið vinnuhópsins voru að:

 • Efla samstarf Hafnarfjarðarbæjar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
 • Vinna að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum:
  • Vernda börn gegn ofbeldi og vanrækslu
  • Sporna gegn afbrota- og áhættuhegðun
  • Huga sérstaklega að jaðarsettum hópum
 • Innleiða verkferla í kringum samstarfið milli stofnananna

Verkefni sem tengdust tilraunaverkefninu beint:


Barnavernd

 • Mikilvægt að hafa aðgang að lögreglumanni í ákveðnum málum þar sem börn eiga hlut að máli.

Grunnskólar

 • Leiðsögn og stuðningur til skóla vegna mála sem koma upp sem tengjast áhættuhegðun, glæpum og skemmdarverkum
 • Sýnileiki lögreglu í skólunum
 • Þátttaka í forvarnarstarfi skóla
 • Þátttaka í forvarnasamstarfi heimila og skóla s.s. með þátttöku og fræðslu á foreldrafundum
 • Upplýsingar til foreldarrölts um stöðu í hverfum og leiðsögn varðandi vinnulag

Félagsmiðstöðvar

 • Leiðsögn og stuðningur vegna mála sem koma upp sem tengjast áhættuhegðun, glæpum og skemmdarverkum
 • Þátttaka í verkefnum í tengslum við hópastarf þar sem unnið er með börn og unglinga sem sýnt hafa áhættuhegðun. Unglingar sem eru í þjónustu jafnvel hjá BRÚNNI eða barnavernd
 • Leiðsögn og stuðningur í málum sem tengjast forvörnum
 • Leiðsögn og handleiðsla með Götuvitanum, leitarstarfi félagsmiðstöðva, vegna úrvinnslu mála

Brúin

 • Aðkoma lögreglumanns í vinnslu unglingamála, þar sem áhættuhegðun á sér stað
 • Ráðgjöf lögreglustarfsmanns til foreldra í gegnum ráðgjafa BRÚARINNAR

Ungmennahús

 • Þátttaka í verkefnum í tengslum við hópastarf þar sem unnið er með börn og unglinga sem sýnt hafa áhættuhegðun
 • Leiðsögn og stuðningur í málum sem tengjast forvörnum

Hafnarfjarðarbær

 • Þátttaka í samstarfundum með yfirstjórnendum lögreglu og Hafnarfjarðarbæjar
 • Þátttaka í Litla hópi, samráðs- og upplýsingafundum Hafnarfjarðarbæjar, framhaldsskóla og lögreglu
 • Leiðsögn varðandi vinnu og forvarnir Hafnarfjarðarbæjar vegna skemmdarverka á stofnunum bæjarins


Var efnið hjálplegt? Nei