SumarstarfSumarstarf

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungt fólk yfir sumartímann

Frístund.is

Á www.fristund.is er hægt að skoða framboð á íþrótta- og tómstundastarfi á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Með einföldum hætti er hægt að leita eftir frístundastarfi í Hafnarfirði eftir aldri, tímabilum og áhugasviði.

Námskeið og sumarlestur

Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið upp á:

  •  Leikjanámskeið fyrir 7 - 9 ára við alla skóla
  • Fjölskyldugarða til að rækta grænmeti fyrir alla fjölskylduna við Öldutún og Víðistaði
  • Tómstund fyrir 10-13 ára og skemmtileg og skapandi sumarnámskeið í Hafnarborg
  • Á Bókasafni Hafnarfjarðar er boðið upp á sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst. Allir krakkar sem farnir eru að lesa sjálfir geta komið við á bókasafninu til að skrá sig og fengið afhenta lestrardagbók.

Þá má ekki gleyma leikjanámskeiðum fyrir útskriftarhópa leikskólanna í ágúst þar sem væntanlegir grunnskólanemendur fá að kynnast frístundaheimilinu sínu og nýja skólanum og 14-16 ára fá vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Sækja um sumarstarf á ráðningarvefnum.

Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar fer fram á Mínum síðum - "skráning á sumarnámskeið“ undir umsóknir í grunnskóla. Athugið að skráning í sumarstarf þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudegi eigi barn að byrja á mánudegi.

Gæsluvöllur / Róló

Yfir hásumarið er starfræktur gæsluvöllur eða róló fyrir börn á aldrinum 2-6 ára . Opnunartími er frá kl. 9-12 og 13-16 en lokað er í hádeginu. Gæsluvöllurinn er einungis ætlaður til útileikja og getur ekki komið í stað leikskóla. Því er ráðlagt að hafa ung börn ekki lengur en 1,5klst í senn. 

Fjölskyldugarðar

Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum, óháð aldri.  Hér um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti  í sumar. Fjölskyldugarðar eru á Víðistöðum og á Öldum, efst á Öldugötunni. 

Vinnuskóli Hafnarfjarðar 

Starfsemi Vinnuskóla Hafnarfjarðar er fjölbreytt. Þannig skiptast 14-16 ára ungmenni í umhverfishóp, listahóp, jafningjafræðslu og leikskóla. Samhliða er starfsmönnum boðið upp á ýmsa fræðslu og fróðleik. Hér er hægt að sækja um sumarstarf á ráðningarvefnum.

Umsóknir og skráning fer fram á MÍNUM SÍÐUM

Skráning á námskeið, gæsluvöll og fjölskyldugarða á vegum Hafnarfjarðarbæjar fer fram á MÍNUM SÍÐUM - "skráning á sumarnámskeið“ undir umsóknir í grunnskóla. Athugið að skráning á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudegi eigi barn að byrja á mánudegi.

Önnur námskeið


Var efnið hjálplegt? Nei