Sumarstarf


Sumarstarf

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann

Yfirlit

<<ENGLISH BELOW>>

Hér á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar auk upplýsinga um Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Starf sem ætlað er börnum og ungmennum á aldrinum 2-16 ára.

Eftirfarandi er í boði sumarið 2022:

 • Sumarfrístund fyrir 7-9 ára við alla grunnskóla
 • SumarKletturinn fyrir börn í 9–13 ára með sértæka stuðningsþörf
 • Tómstund fyrir 10-13 ára
 • Skemmtileg og skapandi sumarnámskeið í Hafnarborg fyrir 6-12 ára
 • Sumarfrístund fyrir útskriftarhópa leikskólanna
 • Fjölskyldugarðar fyrir ræktun á grænmeti fyrir alla fjölskylduna við Öldutún og Víðistaði
 • Vinnuskóli fyrir 14-17 ára ungmenni Hafnarfjarðar
 • Sumarlestur frá 1. júní - 31. ágúst á Bókasafni Hafnarfjarðar

Skráning á námskeið og í sumarfrístund

Skráning á námskeið og í sumarfrístund fer fram í gegnum Mínar síður undir Umsóknir - Sumarstarf.  Skráning fer fram hér. Opið fyrir skráningar frá og með 9. maí 2021. 

Ítarlegri upplýsingar um sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar

Sumarfrístund fyrir 7–9 ára

Í Hafnarfirði eru sumarnámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum fyrir börn í 1. – 3. bekk (7-9 ára). Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum. Dagskrá getur verið breytileg eftir hvaða frístundaheimili er valið. Skráning þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudegi eigi barn að byrja á mánudegi. Skráning fer fram hér

Allar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag

Námskeiðin, sem ætluð eru 7-9 ára hefjast 13. júní og standa flest yfir til 1. júlí. Þessi námskeið hefjast aftur 3. ágúst og standa yfir til 19. ágúst. 

Námskeiðin eru þrískipt – hægt er að kaupa vistun eftir því sem hentar:

 • kl. 9:00-12:00
 • kl. 13:00-16:00
 • kl. 9:00-16:30

Framkvæmd og fyrirkomulag

 • Foreldrar/forráðamenn velja þann tíma sem hentar
 • Hópur á námskeiði sá sami á hverjum stað óháð lengd námskeiðstíma á degi hverjum
 • Í boði samvera (vistun) frá kl. 8-9 og 12-13 skráða daga, foreldrum og forráðamönnum að kostnaðarlausu
 • Börnin koma með hádegismat að heiman og nesti fyrir morgun- og síðdegishressingu
 • Þátttökugjaldi er stillt í hóf og er minnst hægt að greiða viku í senn. Veittur er 50% systkinaafsláttur þegar systkini eru á sama námskeiði sömu vikuna.
 1. Hver vika, hálfur dagur (frá kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00) kr. 4.684-
 2.  Hver vika, allur dagurinn (frá kl. 9:00 – 16:00) kr. 9.192.-

Frá 4. - 15. júlí verður sameiginleg sumarfrístund í Íþróttahúsinu í Setbergsskóla

Frá 3.- 19. ágúst verður sumarfrístund aftur í boði í öllum grunnskólum

Skráning þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Hægt að greiða með kreditkorti og debetkorti. 

Sumarkletturinn fyrir 10–13 ára

SumarKletturinn er tómstundaúrræði fyrir börn í 4 til 7 bekk með sértæka stuðningsþörf. Sumarkletturinn leggur áherslu á að bjóða uppá faglega þjónustu með uppeldisgildi frítímastarfs að leiðarljósi. Reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og komið til móts við ólíkar þarfir. Skráning fer fram hér

Sumarlestur fyrir alla krakka

Á Bókasafni Hafnarfjarðar er boðið upp á sumarlestur frá 1. júní til 31. ágúst. Allir krakkar sem farnir eru að lesa sjálfir geta komið við á bókasafninu til að skrá sig og fengið afhenta lestrardagbók. 

Tómstund fyrir 10–13 ára

Tómstund heldur úti námskeiðum á sumrin fyrir börn sem voru að ljúka 4. – 7. bekk. Helstu markmið Tómstundar eru að virkja börn í sumarfríinu, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn, kynnast áhugaverðum viðfangsefnum og endurvekja gömul áhugamál. Eins og fyrri ár verður Tómstund skipt upp í tvö tímabil. Tómstund verður starfrækt í Víðistaðaskóla og Hvaleyrarskóla. Skráning fer fram hér

Myndlistarnámskeið fyrir 6-12 ára

Hafnarborg býður upp á myndlistar- og tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6–12 ára. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt í gegnum rannsóknir á umhverfinu, sýningar í safninu og skapandi vinnu. Unnin verða verkefni í fjölbreytta miðla – teiknað, málað og mótað – með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.

Í boði eru tvö 5 daga námskeið og eitt 4 daga námskeið fyrir aldurshópana 6–9 ára og 10–12 ára. Ekkert námskeiðanna verður eins og því er börnum velkomið að taka þátt í fleiri en einu námskeiði. Þá verður námskeiðið sem hefst þann 20. júní með tónlistar- og söngívafi í tengslum við Sönghátíð í Hafnarborg. Lýkur því námskeiði með þátttöku barnanna í fjölskyldutónleikum á Sönghátíð föstudaginn 24. júní kl. 17:00–17:50. 

13. júní–16. júní*
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00
*Athugið að ekki er kennt á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

20. júní–24. júní
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 12:30–15:30

27. júní–1. júlí
6–9 ára: kl. 9:00–12:00
10–12 ára: kl. 13:00–16:00

Allar nánari upplýsingar 


Sumarfrístund fyrir útskriftarhópa leikskólanna

Dagana 3. - 19. ágúst, þar til starf grunnskólanna hefst með formlegum hætti, er boðið uppá fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund á öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir 6 ára útskriftarhópa leikskólanna eða þau börn sem eru að hefja grunnskólagöngu frá hausti. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu. Skráning þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudegi eigi barn að byrja á mánudegi. Skráning fer fram hér

Allar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag

Námskeiðin, sem ætluð eru 6 ára hefjast 3. ágúst og standa yfir til 19. ágúst eða þar til hefðbundið skólastarf hefst. 

Námskeiðin eru þrískipt – hægt er að velja á milli eftirfarandi:

 • kl. 9:00-12:00
 • kl. 13:00-16:00
 • kl. 09:00-16:00

Framkvæmd og fyrirkomulag

 • Foreldrar/forráðamenn velja þann tíma sem hentar
 • Í boði samvera (vistun) frá kl. 8-9 og 12-13 skráða daga, foreldrum og forráðamönnum að kostnaðarlausu
 • Börnin koma með hádegismat að heiman og nesti fyrir morgun- og síðdegishressingu
 1. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Hver vika, hálfur dagur (frá kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00) kr. 3.105.- og 2). 
 2. Hver vika, allur dagurinn (frá kl. 9:00 – 16:00) kr. 6.289.- 

Fjölskyldugarðar

Fjölskyldugarðar eru opnir öllum bæjarbúum . Hér um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Fjölskyldugarðar eru á Víðistöðum og á Öldum, efst á Öldugötunni. Skráning fer fram hér

Vinnuskóli Hafnarfjarðar

Starfsemi Vinnuskóla Hafnarfjarðar er fjölbreytt og er ungmennum bæjarins boðið upp á skemmtilega og lærdómsríka sumarvinnu. Þannig skiptast 14-16 ára ungmenni í umhverfishóp, listahóp, jafningjafræðslu og leikskóla. Samhliða er starfsmönnum boðið upp á ýmsa fræðslu og fróðleik. Allir unglingar á 14. aldursári og eru búsettir í Hafnarfirði er boðin vinna öll sumur til 17. ára aldurs. Sótt er um sumarstarf í Vinnuskóla Hafnarfjarðar á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Frístund.is

Á vefnum www.fristund.is er hægt að skoða framboð á íþrótta- og tómstundastarfi á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Með einföldum hætti er hægt að leita eftir frístundastarfi í Hafnarfirði eftir aldri, tímabilum og áhugasviði.

Önnur námskeið

----------------------------------------------------------------------

ENGLISH

Summer activities for children and teenagers

Varied programmes for children and teenagers are on offer in Hafnarfjörður during the summer. The website www.tomstund.is contains a list of courses and summer activities offered by Hafnarfjarðarbær as well as information on the Hafnarfjörður Summer Work School. Activities intended for children and teenagers aged 2-16.

The following is available in the summer of 2021:

 • Summer activities for children aged 7-9 in all primary schools
 • Sumarkletturinn for children aged 9-13 who need specialised support
 • Leisure activities for children aged 10-13
 • Enjoyable and creative summer courses in Hafnarborg for children aged 6-12
 • Summer activities for preschool graduates
 • Family gardens at Öldutún and Víðistaði for growing vegetables for all the family
 • Work school for teenagers in Hafnarfjörður aged 14-17
 • Summer reading from 1 June – 31 August in the Hafnarfjörður Library.

Registering for courses and summer activities

Registering for courses and summer activities is through Mínar síður (My pages) under Umsóknir - Sumarstarf (Applications - Summer work) or through here. Registration will be possible as of May 9 Work school applications of teenagers are through the Hafnarfjörður hiring website. The acceptance of applications for work school has been activated.

More detailed information on Hafnarfjarðarbær summer activities

Summer activities for children aged 7–9

All after-hours centres in Hafnarfjörður offer summer programmes for children in classes 1-3 (children aged 7-9). Summer activities contain a varied programme consisting of creative projects, games, exercise, exciting trips, trips to swimming pools and shared events. The programmes can vary depending on which after-hours centre is chosen. Registrations must be completed before midnight on Thursday if a child is to begin on the following Monday. Registration is through here.

More detailed information on summer activities for age 7-9

Summer courses are operated in all after-school centres in Hafnarfjörður. Summer activities contain a varied programme consisting of creative projects, games, exercise, exciting trips, trips to swimming pools and shared events. The programmes can vary depending on which after-hours centre is chosen. The courses, intended for children aged 7-9 will begin on June 13 and carry on to July 1. These courses will start again on August 3 and last till August 19. During the period July 4 till July 23 other option is open - see below.

The programmes are divided into three – one of the following may be selected:

 • 09:00-12:00
 • 13:00-16:00
 • 09:00-16:30

Execution and arrangements

 • Parents/guardians are to select the option that suits them
 • The group in each course is the same at each location irrespective of the length of the course each day
 • On offer is time together (period of stay) from 8:00-9:00 and 12:00-13:00 on the registered days, free of charge for parents and guardians
 • The children bring a packed lunch from home and snacks for morning and afternoon breaks
 • The participation fee is kept modest and the minimum period paid is one week. There is a 50% discount for siblings that attend the same course the same week
 • Each week, half day (from 9:00 – 12:00 or 13:00 – 16:00): ISK 4,570
 • Each week, whole day (from 9:00 – 16:00): ISK 9,192

From 5-23 July there will be joint summer activities in the Setbergsskóli Sports Centre.

From 4-23 August summer courses will be operated again in all the after-school centers in Hafnarfjörður 

Registrations for recreational programmes must be completed before midnight on Thursday if a child is to begin on the following Monday. Registration is through here. The fee may be paid by credit card or debit card.

SumarKletturinn for children aged 10–13

SumarKletturinn is a leisure time measure for children in classes 4 to 7 who need special support. SumarKletturinn focuses on offering professional services guided by the pedagogical value of leisure time occupations. An effort is made to work with the strengths of each individual as well as meeting different needs. Registration is through here

Summer reading for all children

The Hafnarfjörður Library offers summer reading from 1 June – 31 August. All children who have begun to read on their own can come to the Library to register and receive a reading diary. 

Tómstund for children aged 10–13

Tómstund hold courses during the summer for children who were completing grades 4-7. The main goal of Tómstund is to keep children active during the summer holidays, give them the opportunity to meet other children, find out about interesting subjects and rekindle old interests. As in previous years, Tómstund will be divided into two periods. Tómstund will be operated from Lækjarskóli and Hvaleyrarskóli. Registration is through here

Art classes for children aged 6-12

Art classes willbe available this summer in Hafnarborg for children aged 6-12. Research expeditions will be undertaken and the basics of visual art will be presented through studies of the environment, exhibitions in the museum and creative work. Projects will be carried out in a variety of media – drawing, painting and sculpting – with the aim of exercising visual perception, stimulate creative thinking and the personal expression of children. The programme is in two parts, one for children aged 6-9 and one for children aged 10-12. Registration is through here

Summer activities for preschool graduates

During the period between from 6 to 24 August, or from the time that the summer closure of the preschools ends and until the primary schools begin formally, all the after-school centres in Hafnarfjörður will be offering varied and constructive summer activities for preschool graduates, i.e. children aged 6. The programmes are similar to conventional summer programmes and considerable importance is placed on outdoor activities, exercise and healthiness. In addition, special attention is paid to playing a wide range of games. The children get the opportunity to familiarise themselves with their after-school centre and the surroundings of their school with the aim of bolstering their safety and wellbeing at the beginning of their schooling. Registration is through here

More detailed information on summer activities for preschool graduates (age 6)


The programmes are divided into three – one of the following may be selected:

 • 09:00-12:00
 • 13:00-16:00
 • 09:00-16:00

Execution and arrangements

 • Parents/guardians are to select the option that suits them
 • On offer is time together (period of stay) from 8:00-9:00 and 12:00-13:00 on the registered days, free of charge for parents and guardians
 • The children bring a packed lunch from home and snacks for morning and afternoon breaks
 • The participation fee is kept modest. 1). Each week, half day (from 9:00 – 12:00 or 13:00 – 16:00): ISK 3,030 and 2). Each week, whole day (from 9:00 – 16:00): ISK 6,136


Registrations for recreational programmes must be completed before midnight on Thursday if a child is to begin on the following Monday.
Registration is through here. The fee may be paid by credit card or debit card.

Family gardens

Family gardens are open to all Hafnarfjörður residents. These offer a great opportunity for the family and others to cultivate their own vegetables this summer. There are family gardens at Víðistaðir and at Öldur, at the top of Öldugata. Registration is through here

Hafnarfjörður Work School

The tasks of the Hafnarfjörður Work School are varied. Thus, teenagers aged 14 to 16 are divided into an environmental team, art team, peer-education and preschools. At the same time, employees are provided with a variety of education and new knowledge. Applications for summer work can be submitted on the hiring website after being advertised

Frístund.is

A list of programmes and summer activities provided by Hafnarfjarðarbær may be found on the website: www.tomstund.is together with links to the main associations in Hafnarfjörður that offer summer programmes for children and teenagers. The website www.fristund.is provides information on the availability of sports and leisure activities in the Greater Reykjavík Area as a whole. It provides a simple way to look for summer leisure time work in Hafnarfjörður by age, period and field of interest.


Var efnið hjálplegt? Nei