Stekkjarás
Ásbraut 4
Sími: 517 5920 | Netfang: stekkjaras@hafnarfjordur.is | Vefsíða
Á Stekkjarási störfum við eftir starfsaðferðum Reggio Emilia og endurspeglast sú uppeldissýn í öllu starfi skólans. Það sem einkennir Stekkjarás er m.a. skapandi hugsun, notkun opins efniviðar í listsköpun, útinám, leikurinn, aldursblöndun, sérkennsla og gott foreldrasamstarf.
Leikskólastarf í anda Reggio Emilia er kennt við borg á Ítalíu. Þar er leikskólastarfið einkum byggt á hugmyndum Loris Malaguzzi, en hann var uppeldisfræðilegur leiðtogi leikskólanna. Í Reggio Emilia sýninni er lögð áhersla á skapandi og gagnrýna hugsun, lýðræði og það að nota uppeldisfræðilegar skráningar til að nálgast hugmyndir og tilgátur barna. Samkvæmt Reggio Emilia sýninni.