Skarðshlíðarleikskóli


  • Skarðshlíðarskóli teikning

Skarðshlíðarleikskóli

Hádegisskarð 1

Sími: 527 7380   |   Netfang: skardshlidarleikskoli@hafnarfjordur.is   |   Vefsíða

 

Skarðshlíðarleikskóli tók til starfa 13. ágúst 2019. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem gert er ráð fyrir um 80-90 börn geti dvalið samtímis. Leik-, grunn- og tónlistarskóli munu vera í samstarfi undir sama þaki ásamt íþróttamiðstöð í framtíðinni sem gefur möguleika á fjölbreyttum leiðum til náms og sköpunar. Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá árinu 2008. Hann er rekinn af Hafnarfjarðarbæ og hefur fræðslu- og frístundaþjónusta eftirlit með fag- og rekstrarlegum þáttum starfsins.

Leikskólinn leggur áherslu á lærdómssamfélag, lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum. Markvisst er unnið að því að efla leikni og færni barnanna í gegnum leik í anda Fjölgreindarkenningar Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar.  Áhersla er á læsi í samræmi við læsisstefnu Hafnarfjarðar, Lestur er lífsins leikur. Leikskólinn lokar að jafnaði í fjórar vikur á sumrin vegna sumarleyfa og að auki er hann lokaður í fimm daga yfir skólaárið vegna skipulagsdaga.

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei