Hvammur
Staðarhvammur 23
Sími: 565 0499 | Netfang: hvammur@hafnarfjordur.is | Vefsíða
Hvammur er 6 deilda leikskóli, sem stendur við Staðarhvamm 23 í Hafnarfirði.
Skólinn er staðsettur neðan við St. Josefs kirkju sem stendur á Jófríðarstaðahól við Grænugrófarlæk rétt ofan við Suðurbæjarlaugina á skjólsælum stað í suðurbæ Hafnarfjarðar.
Leikskólinn Hvammur starfar í anda Hjallastefnunnar. Hvammur varð forystuskóli í markvissri málörvun með áherslu á tvítyngi haustið 2006 og hefur unnið markvisst með málörvun allar götur síðan.
Leikskólinn hefur tvisvar hlotið styrk frá evrópusambandinu til að taka þátt í Comeníusarverkefni fyrst 2009-2011 og aftur 2011-2013. Markmið Cominiusarverkefna er að efla samvinnu milli kennara í evrópskum skólum.