Hörðuvellir


Hörðuvellir

Tjarnarbraut 30

Sími: 555  0721    |   Netfang: horduvellir@hafnarfjordur.is   |   Vefsíða

Leikskólinn Hörðuvellir stendur á fallegum útsýnisstað í hjarta bæjarins. Umhverfis lóðina eru Lækurinn og hraunið með fallegum lautum, sem kjörið er til vettvangsferða. Göngufæri er í miðbæinn.

Aldur barnanna er frá tveggja til sex ára og eru fjórar deildir í leikskólanum. Deildir skólans eru nefndar Hamar, Hraun, Laut og Lækur eftir umhverfi leikskólans. Á hverri deild er börnunum skipt í þrjá hópa eftir aldri/þroska. Á einni deild eru börn á aldrinum tveggja til þriggja ára og á þremur deildum eru börn á aldrinum þriggja til sex ára.

Leikskólinn Hörðuvellir á sér langa sögu.  Verkakvennafélagið Framtíðin hóf rekstur dagheimilis í nýbyggingu skólans árið 1935, (áður rak Framtíðin dagheimili sumurin 1933 og 1934 í gamla barnaskólanum við Suðurgötu), byggt var við húsið 1957.  Gamla húsið á Hörðuvöllum starfaði því sem leikskóli í 66 ár eða til ársins 2001. Lengst af undir merki Framtíðarinnar eða til 1997 þegar Hafnarfjarðarbær tók alfarið við rekstrinum.  Starfsemi leikskólans lá þó niðri á stríðsárunum frá 1939-1945 af ótta við loftárásir.

Skólinn var lengst af tveggja deilda leikskóli og  voru um 45 börn samtímis. Árið 2001 var gamla húsið rifið og vinna hófst við nýja byggingu svo til á grunni hins gamla.  Í því millibilsástandi var starfsemi Hörðuvalla í húsnæði gæsluvallar við Hlíðarberg í Setbergshverfi.

Margt hefur nú breyst á þeim árum sem leikskólinn hefur starfað. Hlutir eins og til að mynda sjónvörp, tölvur, internet og hægri umferð. Allt kom þetta til sögunar löngu eftir Hörðuvöllum. En þótt umgjörðin breytist eru börn alltaf börn og það breytist vonandi ekki næstu árin.

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei