Hlíðarendi


Hlíðarendi

Úthlíð 1

Sími: 555  1440    |   Netfang: hliðarendi@hafnarfjordur.is   |   Vefsíða

Leikskólinn Hlíðarendi er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis og tók til starfa 26. mars 1998. Hann er fjögurra deilda leikskóli og í honum geta dvalið 98 börn samtímis. Grunnstöðugildi við leikskólann eru um það bil 16 fyrir utan stöðugi vegna sérkennslu og tveggja starfsmanna í eldhúsi og vegna afleysinga, en starfsmenn eru um það bil 28.

Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá 2008.  Hann er rekinn af Hafnarfjarðarbæ og hefur Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar eftirlit með fag- og rekstrarlegum þáttum hans.

Annirnar í leikskólanum eru tvær, haustönn og vorönn tekur starfið mið af þeim.  Leikskólinn lokar að jafnaði í fjórar vikur á sumrin vegna sumarleyfa og að auki er hann lokaður í fimm daga yfir leikskólaárið vegna skipulagsdaga. Gefið er út leikskóladagatal í upphafi hvers leikskólaárs þar sem sjá má alla þá viðburði sem, haldnir eru og/eða tekið þátt í.

Lögð er sérstök áhersla á hreyfingu, lífsleikni og umhverfismennt. 

Árið 2008 fékk leikskólinn Grænfánann, umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum.  

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei