Hamravellir
Hvannavellir 1
Sími: 424 4640 | Netfang: hamravellir@skolar.is | Vefsíða
Heilsuleikskólinn Hamravellir býður börnunum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt. Við venjum börnin við heilbrigðan lífstíl og vonum við að það muni fylgja þeim inn í fullorðinsárin.
Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar. Markmið leikskólans er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.
Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. Í Heilsuleikskólanum Hamravöllum er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu