Flutningur milli leikskóla sveitarfélagsins


Flutningur milli leikskóla sveitarfélagsins

Foreldrar geta sótt um flutning milli leikskóla sveitarfélagsins en meginreglan er að sækja verður um flutning fyrir 1. febrúar ár hvert til að tryggja flutninginn.

Tilfærslur barna milli leikskóla eiga sér stað eftir aðstæðum í hverjum leikskóla fyrir sig en algengast er að þeir fari fram eftir sumarlokun leikskóla.

Flutningur á milli leikskóla í Hafnarfirði

Flutningur á milli sveitarfélaga

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru með samkomulag sín í milli um að heimila börnum, sem flytjast milli sveitarfélaga, að dvelja áfram í leikskóla þar til barninu býðst leikskóladvöl í lögheimilissveitarfélaginu. Þó aldrei lengur en í 12 mánuði. Ef um er að ræða flutning milli sveitarfélaga þarf foreldri/forráðamaður senda inn umsókn um leikskóla.

Ef sú þjónusta sem barn þarf á að halda, t.d. vegna fötlunar, finnst ekki í því sveitarfélagi, sem barnið flyst til, er dvölin í þeim tilvikum samkvæmt samkomulagi. Foreldrar barns sækja skriflega um framlengingu á leikskóladvöl til þess sveitarfélags sem flutt er úr, en nýja lögheimilissveitarfélagið greiðir kostnaðarhlut sveitarfélagsins. Nýja lögheimilissveitarfélagið innheimtir leikskólagjöld til foreldra í samræmi við þær innritunar- og afsláttarreglur sem þar gilda.

Framlenging leikskóladvalar vegna flutnings úr sveitarfélaginu


Var efnið hjálplegt? Nei