Arnarberg


Arnarberg

Haukahraun 2

Sími: 555 3493   |   Netfang: arnarberg@hafnarfjordur.is   |   Vefsíða

Leikskólinn Arnarberg tók til starfa í núverandi mynd við Haukahraun í Hafnarfirði í ágúst 2003, en áður var hann starfsræktur í tveimur húsum. Leikskólinn er fjögurra deilda með rétt tæplega hundrað börn og um þrjátíu starfsmenn. Umhverfi leikskólans er rólegt og friðsælt og nýtur hann góðs af frábærri staðsetningu innst í botnlanga, þar sem umferð og umferðarhraði er í lágmarki.

Forystuskóli í læsishvetjandi umhverfi

Leikskólinn sótti um að gerast forystuskóli í læsishvetjandi umhverfi. Með því er hann reiðubúinn að gegna ákveðnu ráðgjafahlutverki og hafa frumkvæði að því að miðla reynslu og þekkingu til annarra skóla. Haustið 2008 hófst formlegt ferli forystuskólaverkefnisins og mun fyrsta árið fara í að útfæra, þróa og skilgreina vinnu með læsishvetjandi efni fyrir leikskólabörn. Það byggir á sýnilegu ritmáli, markvissri málrækt og á lestri bóka, sem styður við áhuga barna á rituðu máli og opnar augu þeirra fyrir því í umhverfinu. 

Læsishvetjandi umhverfi og markviss málrækt er mikilvægur undirbúningur fyrir lestrarnám og um leið forvarnarstarf gegn lestrarörðugleikum.

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei