Álfaberg
Breiðvangur 42
Sími: 555 3021 | Netfang: alfaberg@hafnarfjordur.is | Vefsíða
Í leikskólanum Álfabergi er áhersla á leik í gegnum áhuga og styrk barnsins og efla með því trú þess á sjálft sig og hámarka um leið getu þess. Hugmyndafræði Howards Gardners er leiðarljós okkar á þeirri leið og að vera meðvituð um að allir séu góðir í einhverju en enginn í öllu.
Snillistundir (hópastarf) með börnum eru á hverjum degi, stundum tvisvar á dag þar sem unnið er samkvæmt hugmyndafræðinni. Þrír megin áhersluþættir leikskólans eru íslenska, stærðfræði og lífsleikni. Unnið er með hvern áhersluþátt í lotu sem stendur yfir í einn mánuð í senn og eru Snillistundir notaðar til að kafa djúpt ofan í viðfangsefnin. Val verkefna hverju sinni fer eftir aldri barnanna og eftir því sem þau eldast fara þau að hafa meiri áhrif. Leikurinn er í fyrirrúmi og að börnin uppgötvi og rannsaki. Einnig er lögð áhersla á skapandi starf og vettvangsferðir. Þessir þættir fléttast saman í gegnum allt leikskólastarfið ásamt því að tengjast vinnu í Snillistundum.
Síðast en ekki síst er lögð áhersla á að mynda jákvætt andrúmsloft, skapandi og lærdómsríkt umhverfi fyrir börn og fullorðna. Börnum og starfsfólki á að líða vel. Markmið starfsmannahópsins er að mynda samheldni í að sameinast um hugmyndir, miðla þekkingu sinni á milli og læra hvert af öðru. Áhugasvið starfsmanna á líka að fá að njóta sín í starfi með börnunum. Það er helsta verkefni hvers og eins starfsmanns að verða skapandi, öruggur og lausnamiðaður í starfi sínu.
Skólaárið 2014 - 2015 var unnið að þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun og læsi og verður haldið áfram að þróa það starf.
Í leikskólanum er unnið samkvæmt SMT skólafærni