LeikskólarLeikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)   

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008,  reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009  og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu  2011. Í gildi eru innritunarreglur í leikskóla Hafnarfjarðarbæjar sem miða við að börn fá leikskólapláss allt frá 15 mánaða aldri (fer eftir fæðingarmánuði), en börn sem falla undir viðmið um forgang (forgangshóp) hafa komist fyrr að. Undanfarin ár hafa auk þess yngri börn verið innrituð í leikskóla eftir því sem pláss leyfa hverju sinni.

Umsóknir um leikskólavist

  • Börn geta hafið dvöl í leikskóla að jafnaði frá 18. mánaða aldri. Það fer eftir fæðingarmánuði hversu gömul þau eru þegar þau eiga kost á leikskólaplássi. Undantekning frá þessari reglu eru börn sem falla undir viðmið um forgang - sjá nánari upplýsingar hér
  • Aðalúthlutun leikskólavistar fer fram í mars/apríl ár hvert. Börn byrja í leikskóla eftir sumarfrí ár hvert eða í kringum  1. ágúst. Einnig er innritað í febrúar eftir því sem pláss leyfa.
  • Forsenda þess að barn geti byrjað á leikskóla í Hafnarfirði er að það eigi lögheimili í sveitarfélaginu.


Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Veittur er systkinaafsláttur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri. Annað barn fær 50% afslátt, þriðja barn 75% afslátt og fjórða barn 100% afslátt.  Foreldrar geta sótt um tekjutengdan viðbótarafslátt sem er 20% annars vegar og 40% hins vegar. Ekki er hægt að fá hvorutvegga systkinaafslátt og viðbótarafslátt.

Upphaf leikskóladvalar

Í leikskólabyrjun er barni gefið góður tími til þess að aðlagast leikskólanum. Aðlögun er í samráði við foreldra/forsjáraðila og dvelja þeir með barni fyrstu dagana. Í upphafi leikskólagöngu veitir leikskólastjóri meðal annars allar upplýsingar um áherslur og markmið skólastarfsins í leikskólanum (uppeldis- og menntastarfs leikskólans), allar helstu upplýsingar um starfsemi auk þess sem foreldri/ forsjáraðili fær tækifæri til þess að kynnast skólanum og starfsháttum hans. Við upphaf leikskólagöngu gera foreldrar/forsjáraðili og leikskólinn með sér samning um leikskóladvölina.

Móttökuferli nýrra barna sem unnið hefur verið eftir frá hausti 2015

Markmið með breytingum á innritunarreglum haustið 2015 var að lækka innritunaraldur barna í leikskóla, samhliða því að vera í samvinnu við dagforeldra og stuðla að lækkun á útgjöldum (en einnig að treysta dagforeldrakerfið og minnka útgjöld) barnafjölskyldna. Börn frá 18 mánaða aldri fá nú pláss á leikskóla. Einhver börn eru eldri þegar til leikskóladvalar kemur þar sem aðalúthlutun á leikskóladvöl (plássi á leikskóla) á sér stað að hausti. Í ágúst 2015 hækkaði niðurgreiðsla í dagforeldravistun úr 40.000.- kr. í 50.000.- kr á mánuði. Mótframlag í dagforeldravistun hækkar við 18 mánaða aldur til að koma til móts við þá foreldra barna sem fædd eru síðar á árinu sem þau verða tveggja ára:

  • 1. ágúst 2015 - eru börn fædd í janúar og febrúar 2014 innrituð í leikskóla
  • 1. febrúar 2016 - eru börn fædd í mars og apríl 2014 (eftir því sem pláss leyfir) innrituð í leikskóla
  • 1. ágúst 2016 - eru börn fædd í janúar, febrúar og mars 2015 innrituð í leikskóla
  • 1. febrúar 2017 - eru börn fædd í apríl og maí 2015 (eftir því sem pláss leyfir) innrituð í leikskóla

Var efnið hjálplegt? Nei