LeikskólarLeikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og upphaf skólagöngu barna.

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.

Í gildi eru innritunarreglur í leikskóla Hafnarfjarðarbæjar sem miða við að börn fá leikskólapláss allt frá 15 mánaða aldri (fer eftir fæðingarmánuði), en börn sem falla undir viðmið um forgang (forgangshóp) eiga möguleika á að komast fyrr að.

Umsóknir um leikskólavist

  • Aðal innritun vegna leikskóladvalar er að öllu jöfnu að vorin til úthlutnar að hausti þegar nýtt skólaár hefst.

  • Undantekning frá þessari reglu eru börn sem falla undir viðmið um forgang - sjá nánari upplýsingar hér
  • Forsenda þess að barn geti byrjað á leikskóla í Hafnarfirði er að það eigi lögheimili í sveitarfélaginu.


Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Veittur er systkinaafsláttur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla, í frístundaheimili eða hjá dagforeldri. Annað barn fær 50% afslátt, þriðja barn 75% afslátt og fjórða barn 100% afslátt. Eingöngu er veittur systkinaafsláttur af almennu dvalargjaldi. Foreldrar geta sótt um tekjutengdan viðbótarafslátt sem er 20% annars vegar og 40% hins vegar. Ekki er hægt að fá hvorutvegga systkinaafslátt og viðbótarafslátt.

Sjá gjaldskrá leikskóla  

Upphaf leikskóladvalar

Í upphafi leikskólagöngu veitir leikskólastjóri allar upplýsingar um áherslur og markmið skólastarfsins í leikskólanum (uppeldis- og menntastarfs leikskólans), allar helstu upplýsingar um starfsemi auk þess sem foreldri/ forsjáraðili fær tækifæri til þess að kynnast skólanum og starfsháttum hans. Við upphaf leikskólagöngu gera foreldrar/forsjáraðili og leikskólinn með sér samning um leikskóladvölina.

Sjá gjaldskrá dagforeldra


Var efnið hjálplegt? Nei