Leikskólar


Leikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og upphaf skólagöngu barna.

Í gildi eru innritunarreglur í leikskóla Hafnarfjarðarbæjar sem miða við að börn fá leikskólapláss allt frá 15 mánaða aldri (fer eftir fæðingarmánuði). Börn sem falla undir viðmið um forgang (forgangshóp) eiga möguleika á að komast fyrr að.

Sumarleyfi

Leikskólar Hafnarfjarðar loka í 2 vikur að sumri. Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur. Fyrirkomulagið þýðir að foreldrar geta tekið frí í 2 vikur fyrir lokun leikskóla, 2 vikur eftir lokun eða 1 viku sitt hvoru megin við lokun til að ná samtals samfellt 4 vikum í frí. Þeir foreldrar sem kjósa að taka sumarleyfi í 4 vikur á öðrum tíma en þessum greiða ekki fyrir þær vikur og ekki fyrir þær vikur sem leikskólinn er lokaður. Þannig fæst gjald fyrir leikskóladvöl niðurfellt í allt að sex vikur.

Í upphafi leikskólagöngu veitir leikskólastjóri allar upplýsingar um áherslur og markmið skólastarfsins í leikskólanum (uppeldis- og menntastarfs leikskólans) og allar helstu upplýsingar um starfsemi.Auk þess fær foreldri/ forsjáraðili tækifæri til þess að kynnast skólanum og starfsháttum hans. Við upphaf leikskólagöngu gera foreldrar/forsjáraðili og leikskólinn með sér samning um leikskóladvölina.

Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Þú getur reiknað út kostnað við leikskóladvöl með reiknivél hér fyrir neðan.

Afsláttur í boði

  • Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla og hjá dagforeldri. Annað barn í leikskóla fær 75% afslátt og þriðja 100% afslátt. Í frístund fær 3 barn 100% afslátt og 4 barn 100% afslátt. Sjá nánar undir gjaldskrá/frístund
  • Til foreldra sem eru með börn sín samtímis hjá dagforeldrum, í leikskóla og eða á frístundaheimili - Systkinaafslættir og gjöld 18. desember 2020. Systkinaafslættir og gjöld
  • Tekjutengdur afsláttur. Foreldrar geta sótt um tekjutengdan viðbótarafslátt á Mínum síðum sem er 50% annars vegar og 75% hins vegar. Afsláttur er eingöngu veittur af almennu dvalargjaldi. Sjá tekjuviðmið í gjaldskrá .
  • Afsláttur er ekki veittur af fæði (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu)

Sótt er um viðbótarafslátt á Mínum síðum. Ekki er hægt að fá hvoru tveggja systkinaafslátt og viðbótarafslátt.

Reiknaðu dæmið


Var efnið hjálplegt? Nei