Skráning og flutningur milli skólaSkráning og flutningur milli skóla

Öll börn á grunnskólaaldri (6-16 ára) eru skólaskyld á Íslandi. 

Foreldrar bera ábyrgð á því að innrita börn í grunnskóla í því sveitarfélagi sem þau hafa lögheimili í.  Innritun fyrir börn í Hafnarfirði sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla að hausti hefst í upphafi hvers árs og stendur til 1. febrúar.  Grunnskólar sveitarfélagsins eru öllum börnum opnir og eru foreldrar hvattir til að kynna sér starfsemi skólanna, og annarra grunnskóla. Hafnarfjörður er eitt skólaumdæmi skipt upp í skólahverfi. Lögheimili nemenda ræður því í hvaða hverfisskóla þeir eiga vísa skólavist. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín í öðrum hverfum. 

Þegar nær dregur vori mun sá skóli þar sem barn fær skólavist senda foreldrum/forráðamönnum allar nauðsynlegar upplýsingar um skólastarfið, m.a. um skráningar á frístundaheimili og í mataráskrift, leikjanámskeið fyrir 6 ára í ágúst áður en grunnskólinn hefst og annað það sem mikilvægt er að vita. 

Innritun fer fram rafrænt í gegnum MÍNAR SÍÐUR undir: Umsóknir – Grunnskólar.  Þar er umsókn um námsvist í viðeigandi skóla valin. 

skráning í grunnskóla


Var efnið hjálplegt? Nei