Víðistaðaskóli
Hrauntunga 7
Sími: 595 5800 | Netfang: vidistadaskoli@vidistadaskoli.is | Vefsíða
Víðistaðaskóli er heimaskóli fyrir norðurbæinn í Hafnarfirði og var stofnaður árið 1970. Hann er heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk og er nemendafjöldi í kringum 450. Við skólann er starfandi skólalúðrarsveit fyrir nemendur.
Í skólastarfinu er áhersla lögð á nám, heilsu og líðan (nhl). Skólabragur einkennist af lýðræði, fjölbreyttum kennsluháttum og námsmat. Sérstök áhersla er á læsi og stærðfræði. Skólinn vinnur í anda heilsueflingar og er einnig grænfánaskóli. Rík áhersla er lögð á list- og verkgreinar og er árlega settur upp söngleikur í 10. bekk sem er samstarfsverkefni skóla, nemenda og foreldra. Unnið er eftir aðferðafræði SMT-skólafærni sem miðar að því að efla jákvæð samskipti og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
Í skólanum er veitt:
- Náms- og starfsráðgjöf
- Sálfræðiþjónusta
- Talmeinaþjónusta
- Þjónusta við nemendur með sérþarfir
- Stuðningur við tvítyngda nemendur
- Almenn barnavernd í samræmi við lög á hverjum tíma.
Skólaráð er starfandi við skólann og sömuleiðis foreldrafélag.
Fjölbreytt félagslíf er í félagsmiðstöð skólans fyrir nemendur skólans og frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir kennslu til loka vinnudags. Unnið er eftir starfsskrá tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar.
Gildi skólans eru ábyrgð, virðing og vinátta.
Skólastjóri er Hrönn Bergþórsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Valgerður Júlíusdóttir.