Lækjarskóli


Lækjarskóli

Sólvangsvegi 4

Sími: 555 0585    |   Netfang: skoli@laekjarskoli.is   |   Vefsíða

Lækjarskóli er heimaskóli fyrir miðbæinn í Hafnarfirði og var stofnaður árið 1887 (Barnaskóli Garðahrepps, síðar Barnaskóli Hafnarfjarðar). Hann er heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk og er nemendafjöldi rúmlega 500.

Skólinn heldur utan um þrjú sérúrræði fyrir Hafnarfjörð; deild fyrir nemendur með þroskahamlanir (1.-10. bk), móttökudeild fyrir erlenda/tvítyngda nemendur (5.-10. bk.) og fjölgreinanám fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. 

Í skólastarfinu er lögð áhersla á:

 •  Árangurs­stjórnun
 • Kórastarf
 • Fjölmenningu
 • Lotukerfi í list- og verkgreinum 
 • Vellíðan í skóla

Unnið er eftir aðferðafræði SMT-skólafærni sem miðar að því að efla jákvæð samskipti og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Í skólanum er veitt:

 • Náms- og starfsráðgjöf
 • Sálfræðiþjónusta
 • Talmeinaþjónusta
 • Heilsugæsla
 • Þjónusta við nemendur með sérþarfir
 • Stuðningur við tvítyngda nemendur
 • Almenn barnavernd í samræmi við lög á hverjum tíma. 

Skólaráð er starfandi við skólann og sömuleiðis foreldrafélag.Fjölbreytt félagslíf er í félagsmiðstöð skólans fyrir nemendur skólans og frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir kennslu til loka vinnudags. Unnið er eftir starfsskrá tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar.

Gildi skólans eru ábyrgð, virðing og öryggi.

Skólastjóri er Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Arna Björný Arnarsdóttir.

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei