Lækjarskóli
Sólvangsvegi 4
Sími: 555 0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is | Vefsíða
Lækjarskóli er heimaskóli fyrir miðbæinn í Hafnarfirði og var stofnaður árið 1887 (Barnaskóli Garðahrepps, síðar Barnaskóli Hafnarfjarðar). Hann er heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk og er nemendafjöldi rúmlega 500.
Skólinn heldur utan um þrjú sérúrræði fyrir Hafnarfjörð; deild fyrir nemendur með þroskahamlanir (1.-10. bk), móttökudeild fyrir erlenda/tvítyngda nemendur (5.-10. bk.) og fjölgreinanám fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.
Í skólastarfinu er lögð áhersla á:
- Árangursstjórnun
- Kórastarf
- Fjölmenningu
- Lotukerfi í list- og verkgreinum
- Vellíðan í skóla
Unnið er eftir aðferðafræði SMT-skólafærni sem miðar að því að efla jákvæð samskipti og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
Í skólanum er veitt:
- Náms- og starfsráðgjöf
- Sálfræðiþjónusta
- Talmeinaþjónusta
- Heilsugæsla
- Þjónusta við nemendur með sérþarfir
- Stuðningur við tvítyngda nemendur
- Almenn barnavernd í samræmi við lög á hverjum tíma.
Skólaráð er starfandi við skólann og sömuleiðis foreldrafélag.Fjölbreytt félagslíf er í félagsmiðstöð skólans fyrir
nemendur skólans og frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir kennslu
til loka vinnudags. Unnið er eftir starfsskrá tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar.
Gildi skólans eru ábyrgð, virðing og öryggi.
Skólastjóri er Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Arna Björný Arnarsdóttir.