Áslandsskóli


Áslandsskóli

Kríuás 1

Sími: 585 4600    |   Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is    |   Vefsíða

Áslandsskóli er heimaskóli fyrir Áslands­hverfið í Hafnarfirði og var stofnaður árið 2001. Hann er heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk og er nemendafjöldi á sjötta hundrað.

Í skólastarfinu er lögð áhersla á:

 •  Tungumálakennslu (enskukennslu frá 1. bekk og dönskukennslu frá 5. bekk)
 •  Einstaklings­miðun í námi
 • Sveigjanlega kennsluhætti
 • Lotukerfi í list- og verkgreinum
 • Samþættingu námsgreina 
 • Vönduð vinnubrögð. 


Í skólanum er veitt:

 • Náms- og starfsráðgjöf 
 • Sálfræðiþjónusta
 • Talmeinaþjónusta
 • Þjónusta við nemendur með sérþarfir
 • Stuðningur við tvítyngda nemendur
 • Almenn barnavernd í samræmi við lög á hverjum tíma. 

Skólaráð er starfandi við skólann og sömuleiðis foreldrafélag. Unnið er eftir aðferðafræði SMT-skólafærni sem miðar að því að efla jákvæð samskipti og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Fjölbreytt félagslíf er í félagsmiðstöð skólans fyrir nemendur skólans og frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir kennslu til loka vinnudags. Unnið er eftir starfsskrá tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar. Skólablað skólans heitir Flórgoðinn og er gefið út reglulega. 

Gildi skólans eru dygðir, alheims­skilningur, þjónusta við samfélagið og framúrskarandi vinna

Skólastjóri er Unnur Elva Guðmundsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Hálfdán Þorsteinsson.

Google maps


Var efnið hjálplegt? Nei