Áslandsskóli
Kríuás 1
Sími: 585 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is | Vefsíða
Áslandsskóli er heimaskóli fyrir Áslandshverfið í Hafnarfirði og var stofnaður árið 2001. Hann er heildstæður grunnskóli frá 1.-10. bekk og er nemendafjöldi á sjötta hundrað.
Í skólastarfinu er lögð áhersla á:
- Tungumálakennslu (enskukennslu frá 1. bekk og dönskukennslu frá 5. bekk)
- Einstaklingsmiðun í námi
- Sveigjanlega kennsluhætti
- Lotukerfi í list- og verkgreinum
- Samþættingu námsgreina
- Vönduð vinnubrögð.
Í skólanum er veitt:
- Náms- og starfsráðgjöf
- Sálfræðiþjónusta
- Talmeinaþjónusta
- Þjónusta við nemendur með sérþarfir
- Stuðningur við tvítyngda nemendur
- Almenn barnavernd í samræmi við lög á hverjum tíma.
Skólaráð er starfandi við skólann og sömuleiðis foreldrafélag. Unnið er eftir aðferðafræði SMT-skólafærni sem miðar að því að efla jákvæð samskipti og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
Fjölbreytt félagslíf er í félagsmiðstöð skólans fyrir nemendur skólans og frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir kennslu til loka vinnudags. Unnið er eftir starfsskrá tómstundamiðstöðva Hafnarfjarðar. Skólablað skólans heitir Flórgoðinn og er gefið út reglulega.
Gildi skólans eru dygðir, alheimsskilningur, þjónusta við samfélagið og framúrskarandi vinna.
Skólastjóri er Leifur Sigfinnur Garðarsson og
aðstoðarskólastjóri er Unnur Elva Guðmundsdóttir.