GrunnskólarGrunnskólar

Grunnskólar Hafnarfjarðar eru ætlaðir öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Hafnarfirði.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.

Grunnskólar Hafnarfjarðar eru ætlaðir öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Hafnarfirði. Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.

Átta grunnskólar eru starfræktir í bænum, sjö af bæjarfélaginu og einn, Barnaskóli Hjallastefnunnar, er sjálfstætt rekinn grunnskóli. Frekari upplýsingar um starfsemi einstakra skóla má finna á skólavefjum viðkomandi skóla

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar,  Linnetsstíg 3 (afgreiðsla á 4. hæð) er sviðsskrifstofa fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar. Hún annast stjórnsýslumálefni fyrir grunnskólana auk þess að sinna margsvíslegum stuðningi og ráðgjöf til skólanna. Skólaskrifstofan annast einnig sölu á efni PMTO-foreldrafærni og skriftarefni. 


Var efnið hjálplegt? Nei