Grunnskólar
Grunnskólar Hafnarfjarðar eru ætlaðir öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Hafnarfirði. Skólaskyldan er 10 ár.
Ellefu grunnskólar eru starfræktir í bænum, níu af bæjarfélaginu.
Auk þess eru Barnaskóli Hjallastefnunnar og NÚ – framsýn menntun sjálfstætt reknir grunnskólar. Athugið að einungis er hægt að sækja um grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar á vef bæjarins. Umsóknir um aðra grunnskóla í sveitarfélaginu þurfa að berast beint til viðkomandi skóla.
Nánari upplýsingar um starfsemi einstaka skóla má finna á skólavef viðkomandi skóla.