Skarðssel í Skarðshlíðarskóla
Sími: 664 5823 | Netfang: fjolasig@skardshlidarskoli.is | Vefsíða
Frístundaheimilið Skarðssel er fyrir börn í 1.-4. bekk. og er opið eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi.
Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir um þessa daga eru sendar til foreldra áður en að þeim kemur. Skarðssel er lokað alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólans.Star
Starfsfólk Skarðssel á tvo skipulagsdaga yfir skólaárið, í byrjun janúar og í ágúst, og er þá lokað.
Í Skarðsseli er leitast við að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi þar sem börnin fá að velja sér mismunandi verkefni. Einu sinni í mánuði er fjörugur föstudagur/fimmtudagur.
Í jólafríinu og páskafríinu er boðið upp á jólasmiðju/páskasmiðju. Það þarf að skrá börnin sérstaklega í þá smiðju og oft sameinumst frístundaheimili skólanna. Smiðjan er þá jafnvel í öðrum skóla og starfsfólk úr öðrum frístundaheimilum að vinna.