Frístunda­heimiliFrístunda­heimili

Frístundaheimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi.

Frístundaheimili eru fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði . Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur. Starfið byggist á vali, hópastarfi, smiðjum og útiveru. Einnig er boðið upp á síðdegishressingu á miðjum degi. Markmið frístundaheimila er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Samþykkt frístundaheimila

Starfsskrá Tómstundarmiðstöðva

Skráning

Skráning fer fram rafrænt í gegnum „Mínar síður“. Þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgang þegar tekið er inn, umsóknir sem berast eftir þann tíma eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst.

Þegar barn fær boð um vistun á frístundaheimili þá fær foreldri póst á netfang sem var gefið upp, þeim pósti þarf að svara og samþykkja innan þriggja daga frá því pósturinn berst. Ef sá póstur er ekki samþykktur þá er vistun ekki orðin virk. Ef fresturinn rann út þarf að hafa samband við viðkomandi frístundaheimili og fá aðstoð.

Uppsagnir og breytingar

Allar breytingar á skráningum skal tilkynna til deildarstjóra frístundaheimilisins.

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní).

Ef þjónustu er sagt upp, eða óskað er eftir breytingum, skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. 

Vetrarfrí skóla og sérstakir dagar

Frístundaheimilin eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrafríi grunnskóla. Auk þess eru frístundaheimilin með tvo skipulagsdaga á ári. Opið er allan daginn á skipulagsdögum skólanna og virka daga í páska og jólafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum í gegnum Völu frístundarkerfi. Deildarstjóri sendir nánari upplýsingar varðandi umsókn fyrir þessa daga til foreldra áður en að þeim kemur.

Frístundagjöld

Frístundagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Þú getur reiknað út kostnað við frístundadvölina með reiknivél hér fyrir neðan.

Foreldrar geta valið um fjölda daga sem þeir kaupa fyrir barnið. Greitt er fyrir daginn en ekki tímagjald. Innifalið í gjaldinu er síðdegishressing, vistun og lengd viðvera á dögum sem er opið allan daginn.

Systkinafsláttur

Systkinaafsláttur er veittur vegna barna í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri

Athugið að ekki er sama afsláttarprósenta í frístund og leikskóla

Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi, fyrir hvert barn umfram eitt. Fyrir yngsta systkini er greitt fullt gjald, en afsláttur veittur.

  • Fyrir annað systkini 75%
  • Fyrir þriðja systkini 100%
  • Fyrir fjórða systkini 100%

Sótt er um systkinafslátt á mínum síðum á Mínum síðum

Reiknaðu dæmið


Var efnið hjálplegt? Nei