Frístunda­heimiliFrístunda­heimili

Frístundaheimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi.

 Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir um þessa daga eru sendar til foreldra áður en að þeim kemur. Frístundaheimilin  eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólanna. 

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára. 

Skráning skal fara fram fyrir 1. júlí fyrir haustönn (ágúst  og til og með desember). Fyrir vorönn (janúar til og með júní) skal skráning fara fram fyrir 1. desember. Uppsögn fyrir vorönn verður að tilkynna fyrir 15. desember annars framlengist umsókn til og með júní.

Gjaldskrá er að finna HÉR

Samþykkt fræðsluráðs um starfsemi og rekstur frístundaheimila í Hafnarfirði

Umsóknir, breytingar og skilmálar


Var efnið hjálplegt? Nei