Frístundaakstur


Frístundaakstur

Öllum ungmennum í 1. – 4. bekk boðið upp á frístundaakstur á æfingar sem hefjast kl. 15 og 16. 

Ekið er frá hverju frístundaheimili í grunnskólum Hafnarfjarðar alla virka daga nema í jóla-, páska- og vetrarfríi grunnskólanna. Ekið er á æfingar hjá fjölmörgum s.s. Listdansskólanum, tónlistarskólanum, fimleikafélaginu Björk, FH (Kaplakriki), Haukum (Ásvellir), SH Badmintonfélags Hafnarfjarðar og Golfklúbbsins Keilis. 

Skráning og skipulag

  • Æfingatöflur og upplýsingar um skráningu í íþrótta- og tómstundastarf er hægt að nálgast hjá í íþrótta- og tómstundafélögunum
  • Gott er að skrá börn fyrst á æfingar og síðan í aksturinn. Skráning í frístundabílinn fer fram hér
  • Aksturinn er foreldrum að kostnaðarlausu og komast allir skráðir að
  • Starfsmaður frá frístundaheimili er með í hverri ferð og tryggir öryggi krakkanna í rútunni og réttan áfangastað
  • Forráðamenn sækja síðan börnin á æfingastað þegar æfingu er lokið

Börn sem ekki eru skráð í frístundaheimili í 1. – 4. bekk geta einnig nýtt sér aksturinn. Það er þó á ábyrgð foreldra að tryggja að þau séu mætt á réttum tíma á upphafsstað frístundaakstursins.

Verkefnið er unnið í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin og Hópbíla.


Var efnið hjálplegt? Nei