Músík og MótorMúsík og Mótor

Sími: 534 7260   |   Netfang: ith@hafnarfjordur.is   |   Vefsíða

Mótorhúsið var stofnað árið 1996. Í september árið 2008 fengum við nýtt húsnæði að Dalshrauni 10 sem er betur þekkt sem gamla lakkrisgerðin.

Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst þessi félagsmiðstöð um viðgerðir og viðhald á mótorhjólum og í raun öllum þeim tækjum sem hafa mótor. Hér geta unglingar á aldrinum 13-20 ára komið og fengið aðstöðu til að geyma og gera við mótorhjólin sín. Á staðnum eru öll helstu verkfæri og búnaður sem til þarf til að viðhalda mótorhjólum. Starfsmenn þekkja allir vel til í mótorhjóla viðgerðum og veita öllum góð ráð og leiðbeiningar hvernig á að gera við og viðhalda hjólum og öðrum hlutum sem koma til okkar.

Opnunartímar eru:

Mánudögum 17:00 - 22:00
Miðvikudögum 17:00 - 22:00
Laugardögum 10:00 - 14:00
Annan hvern föstudaga frá 16:30 - 22:30

Músikhúsið er félagsmiðstöð sem allir á aldrinum 13-20 ára geta sótt. Við höfum níu æfingarrými fyrir hljómsveitir og geta allir sótt um annaðhvort á heimasíðu okkar eða komið til okkar að dalshrauni 10. allar hljómsveitir fá lykla og geta stundað æfingar alla daga frá 16:00 til 23:30. hljómsveitir munu einnig geta komist í studio hjá okkur til að taka upp sitt eigið efni undir leiðsögn umsjónamanna þess. Hljómsveitir sem æfa hjá okkur greiða ekkert fyrir aðstöðuna og það sem henni fylgir nema þá í formi þess að spila fyrir Hafnarfjarðarbæ endurgjaldslaust. Sagan hefur sýnt að Músikhúsið er frábær stökkpallur fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu eða önnur skref í hinum bráðskemmtilega heimi tónlistarinnar

Leiðarljós og hugmyndafræði  Músík og mótor

Lögð er áhersla á að allar meginforsendur með starfsemi stofnananna byggist á frumkvæði, hugmyndum og áhuga unga fólksins. Lögð er áhersla á fjölbreytileika í starfi þar sem einstaklingar eru mismunandi og læra og upplifa lífið á mismunandi hátt. Lögð er áhersla á að öllum líði vel á starfsstöðvum og er talið að það sé forsenda fyrir því að hægt sé að huga að öðrum markmiðum og að unga fólkið geti unnið að hugðarefnum sínum. Ungt fólk á að fá tækifæri til að vinna við eigin hugmyndir og munu starfsmenn styðja við það starf. Unglingar leita eftir samskiptum við starfsmenn sem eru góðar fyrirmyndir og leita til þeirra eftir upplýsingum og ráðgjöf.Var efnið hjálplegt? Nei