HamarinnHamarinn

Sími: 585 5707   |   Netfang: hamarinn@hafnarfjordur.is   |   Vefsíða

 

Markmið Hamarsins

Markmið Hamarsins er að bjóða ungmennum að lokinni grunnskólagöngu upp á félagsaðstöðu með öruggu umhverfi og taka á móti þeim með opnum örmum.
Að styðja við menningu ungs fólks með menningarlegum viðburðum og fræðslu.
Að bjóða alla 16 – 25 ára velkomna án tillits til bakgruns, uppruna, skoðana eða trú.

Fyrir hverja er Hamarinn?

Hamarinn er opinn öllum frá 16 ára aldri eða að lokinni grunnskólagöngu og fram til 25 ára aldurs.

Hvað er hægt að gera í Hamrinum?

Hamarinn býður upp á alls konar afþreyingu í formi tækja, námskeiða, klúbba og afslappaðs umhverfis.

Fyrir þá sem eru að leita sér af afþreyingu án skuldbindinga þá bjóðum við upp á billiard, borðtennis, fótboltaspil, leikjatölvur og risa bíóskjá á opnunartíma Hamarsins

Fyrir þá sem eru að leita sér að aðstöðu til að t.d. læra, lesa, eða spila svo eitthvað sé nefnt þá er aðstaðan til fyrirmyndar.

Fyrir þá sem eru að leita sér að meiri skuldbindingu þá er sniðugt að spyrja starfsmenn út í klúbba og hópastarfið. Hópastarfið er auglýst sérstaklega þegar nýir hópar eru að hefjast en klúbbarnir eru opnir þeim sem vilja taka þátt hvenær sem er til dæmis má nefna spunaspilahóp.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að móta starfsemi Hamarsins er Húsfélagið málið en þar eru allt að 13 fulltrúar ungmennahússins að skipuleggja viðburði og taka ákvarðanir sem móta framtíð og menningu ungmenna í Hafnarfirði.

Hvenær er opið?

Hamarinn er opinn á kvöldin sem hér segir: Um Hamarinn - Facebook

Hamarinn er opinn alla daga frá 13:00 - 16:00.

Hægt er að semja um nýtingu á húsinu utan opnunartíma.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá má finna á Hamarinn - Facebook, Instagraminu - hamarinn.hfj, í síma 585-5707 eða á emailið hamarinn@hafnarfjordur.is

Verkefnastjóri Ungmennahússins er John Friðrik Bond Grétarsson


Var efnið hjálplegt? Nei