Félags­miðstöðvar


Félags­miðstöðvar

Í félagsmiðstöðvunum er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga. 

Áhersla er lögð á að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, ráðum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Í grunnskólum Hafnarfjarðar eru starfandi átta félagsmiðstöðvar og er húsnæði þeirra í grunnskólunum.

Hlutverk félagsmiðstöðva er tvíþætt. Annars vegar er hlutverk þeirra að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til virkrar þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna. Hópastarf og opið starf eru þar kjölfestan.

Gert er ráð fyrir að þjónustutími félagsmiðstöðva sé tvískiptur. Annars vegar er um að ræða viðveru stjórnenda á skólatíma barna og unglinga. Á skólatíma er opið í félagsmiðstöðvum í frímínútum og hádegishléum þegar kostur gefst, auk þess sem börnin og unglingarnir geti kíkt við og rætt við stjórnendur og starfsfólk ef eitthvað liggur þeim á hjarta. Hins vegar er um að ræða almennan opnunartíma eða kvöldopnanir.

Opnunartími

Félagsmiðstöðvanar eru með starfsemi þrisvar í viku frá kl. 17:00 -22:00.

Ekki eru allar félagsmiðstöðvarnar með sömu dagskrá. Það geta verið mismunandi hvað starf er í boði á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en það er alltaf sami opnunartími.

Fyrir 8., 9. og 10. bekk er opið þrjú kvöld í viku frá 19.30- 22:00.

Hópastarf er einu sinni til tvisvar í vikur frá kl. 17:00-19:00, mismunandi vikudagur eftir stöðum.

Fyrir 5. - 7. bekk er starf 2-4 sinnum í mánuði tvo tíma í senn frá kl. 17:00-19:00, mismunandi vikudagur eftir stöðum.


Var efnið hjálplegt? Nei