Félagsmiðstöðvar
Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8.-10. bekk en boðið er uppá starf fyrir 5.-7. bekk einu sinni í viku.
Fræðslu- og frístundaþjónusta sér um starfsemi félagsmiðstöðva. Starfsmenn eru Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Linda Hildur Leifsdóttir fagstjóri frístundastarfs.
Félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði og eru að jafnaði opnar þrjú kvöld í viku.