Teikningar / Upplýsinga­slóðinTeikningar / Upplýsinga­slóðin

Granni bæjarvefsjá

Í bæjarvefsjánni Granna má finna alla uppdrætti hjá byggingarfulltrúa en þeir eru skannaðir og skráðir jafnóðum og þeir hafa verið samþykktir. Þannig eru bæði sér- og aðaluppdrættir aðgengilegir með rafrænum hætti í bæjarvefsjá.

Einnig má finna upplýsingar um þjónustu s.s. íþróttafélög, sundlaugar, grenndargáma og leikvelli. Hér má einnig finna tölfræðiupplýsingar um slys, samgöngur sem og upplýsingar um minjar og verndarsvæði svo fátt eitt sé talið.

Með Granna bæjarvefsjá er hægt að nálgast margvísleg gögn eins og teikningar húsa og lóða í bænum, deiliskipulag, hverfamörk, skólahverfi og minja- og verndarsvæði. Einnig er hægt að finna upplýsingar um ákveðna grunnþjónustu bæjarins eins og staðsetningu skóla, stofnana, leikvalla, sundlauga og grenndargáma. Þá er einnig hægt að skoða skipulag vatnsveitu, hita- og fráveitu ásamt lagnaleiðum.

Ef uppdrættir finnast ekki á vefnum má leita til þjónustuvers Hafnarfjarðar í síma 585-5500, Strandgötu 6, til að fá nánari upplýsingar.

GRANNI BÆJARVEFSJÁ - upplýsingaslóð /  Teikningar


Granni_screen

Var efnið hjálplegt? Nei