Teikningar / Upplýsinga­slóðinTeikningar / Upplýsinga­slóðin

Kortavefur

Á kortavef má finna alla uppdrætti hjá byggingarfulltrúa en þeir eru skannaðir og skráðir jafnóðum og þeir hafa verið samþykktir. Þannig eru bæði sér- og aðaluppdrættir aðgengilegir með rafrænum hætti í gegnum kortavef bæjarins. 

Kortavefur

Með kortavef er hægt að nálgast margvísleg gögn eins og: 

 • teikningar húsa og lóða í bænum
 • lausar lóðir (nýtt)
 • deiliskipulag
 • hverfamörk
 • skólahverfi
 • minja- og verndarsvæði
 • grunnþjónustu bæjarins eins og staðsetningu skóla, stofnana, leikvalla, sundlauga og grenndargáma
 • skipulag vatnsveitu, hita- og fráveitu ásamt lagnaleiðum
 • upplýsingar um þjónustu fyrirtækja og afþreyingu
 • jarðskjálftavirkni
 • vefmyndavélar
 • samgönguupplýsingar, umferðarslys, umferð á göngu- og hjólaleiðum

Ef uppdrættir finnast ekki á vefnum má leita til þjónustuvers Hafnarfjarðar í síma 585-5500 eða senda póst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, Strandgötu 6, til að fá nánari upplýsingar. 


Var efnið hjálplegt? Nei