Tvöföldun Reykjanesbrautar
Aðalskipulag
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í tvöföldunar Reykjanesbrautar í núverandi vegstæði. Samhliða er felld niður lega stofnbrautar um Kapelluhraun en í stað hennar kemur tengibraut sem þjónusta á iðnaðarsvæði í Kapelluhrauni og Hellnahrauni. Tvöföldunin nær frá núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar við afleggja til Krýsuvíkur að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur. Lengd vegkaflans er 5.6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbraut, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem er með eina akrein í hvora átt. Gert er ráð fyrir nýjum mislægum vegamótum við Rauðamel og við aðkomuveg að Straumsvík ásamt vegtengingu að skólphreinsistöð austan Straumsvíkur. Einnig er gert ráð fyrir 2 undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir gangandi og hjólandi umferð.
Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu og greinagerð verða til sýnis að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu 6 frá og með 9. júlí - 23. ágúst 2021. Tillagan er til sýnis á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7. Vakin er athygli á því að frummatsskýrsla, þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, er auglýst samhliða.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna eigi síðar en 23. ágúst nk. Skal þeim skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða á:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður