Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Tvöföldun Reykjanesbrautar

Framkvæmdaleyfi

  • 25.2.2019 - 26.3.2019

Hafnarfjarðarbær er með í auglýsingu framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar, endurnýjunar  á háspennustreng og færslu lagna við Reykjanesbraut.

Í samræmi við 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi auglýsir Hafnarfjarðarbær útgáfu framkvæmdaleyfis vegna tvöföldunar á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót, endurnýjunar á háspennustreng HF1 og færslu lagna við Reykjanesbraut.

Gögn vegna tvöföldunar á Reykjanesbraut


Framkvæmdaleyfin voru samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 23. janúar s.l. Auglýsing birt í Lögbirtingarblaðinu mánudaginn 25. febrúar 2019. Með vísan til 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er þeim sem telja sig eiga lögvarða hagsmuna að gæta vakin athygli á því að kæru frestur er 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar.