Tjarnarvellir, Haukasvæði
Aðalskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 18.9.2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna breyttrar landnotkunar við Tjarnarvelli, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingartillagan nær til landsvæðis við Tjarnarvelli, Haukasvæði, og felst í að breyta landnotkunarskilgreiningu úr íþróttasvæði í íbúðarsvæði.
Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða aðgengileg í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 27.sept. – til 4. nóv. 2019.
Hér fyrir neðan er jafnframt hægt að skoða tillögurnar:
- Breyting aðalskipulags - lýsing
- Breyting á aðalskipulagi
- Umsögn Umhverfisstofnunar vegna lýsingar
- Svar Skipulagsstofnunar vegna lýsingar
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 4. nóvember 2019.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði.