Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hrauntungu 5

Deiliskipulagsbreyting

  • 19.3.2018 - 30.4.2018

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7.6.2017 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu við lóðina að Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 6.3.2018 var samþykkt  að málsmeðferð tillögunar verði í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt að grenndarkynna skuli deiliskipulagstillöguna.

Breytingin felst í að: Hrauntungan verði hluti af skipulagssvæðinu íbúðabyggð Norðurbæjar. Mörk gildandi skipulags munu því færast að jaðar byggðar að Víðistaðatúni. Núverandi skipulagsreitur er stækkaður og gert er ráð fyrir 3 parhúsum á reitnum.

Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 19.03.2018–30.04.2018.


Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.  Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 30. apríl 2018. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar. Skipulagsfulltrúi.