Hvaleyrarvatn og höfðar
Deiliskipulagsbreyting
Hafnarfjarðarbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær til tveggja svæða norðan og vestan við Hvaleyrarvatn. Markmiðið er að bæta aðkomu að Hvaleyrarvatni og aðstöðu til útivistar á öllu svæðinu með aukningu á bílastæðum, göngustígum og aðstöðu til útivistar almennt.
Aðgengi hreyfihamlaðra verður tryggt með akstursfærri útivistargötu og sérmerktum bílastæðum.
Breytingartillagan verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 16.04.2021 – 28.05.2021. Hægt er að skoða gögnin hér:
Hvaleyrarvatn Höfðaskógur breyting á deiliskipulagi (.pdf)
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eigi síðar en 28.05.2021.