Miðbær - Strandgata 9
Deiliskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 06.01.2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Strandgötu 9 og að málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga. Tillaga að breytingum var fyrst auglýst frá 15.01 til og með 01.03.2021. Ákveðið hefur verið að framlengja tíma auglýsingar til og með 18.03.21.
Í breytingunni felst að: íbúðir gildandi deiliskipulags eru minnkaðar og þeim fjölgað. Byggingarmagn í kjallara og á 3. hæð eykst en stærðir annarra hæða haldast nær óbreyttar.
Kynningarfundur mánudaginn 15. mars kl. 17:30
Boðað er til kynningarfundar að Norðurhellu 2, mánudaginn 15.mars frá kl. 17:30 - 18:30, þar sem tillaga að deiliskipulagsbreytingu verður kynnt. Fjöldi þátttakenda í sal miðast við tilmæli yfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Allir fundargestir eru vinsamlega beðnir um að vera með grímu. Kynningarfundurinn verður einnig í beinu streymi á vef bæjarins og á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar
Tillaga að breytingum verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 15.01 – 18.03.2021. Auk þess er hægt að skoða tillöguna hér fyrir neðan:
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu eigi síðar en 18.03.2021. Skal þeim skilað skriflega á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða á:
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Norðurhella 2
221 Hafnarfjörður