Skipulag í kynninguSkipulag í kynningu

Athafnasvæði Sörla við Kaldárselsveg

Deiliskipulagsbreyting

  • 13.1.2020 - 24.2.2020

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Sörla við Kaldárselsveg

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit reiðhallarinnar, fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingum á lóðarstærðum og númerum húsa. Skilmálatafla er uppfærð og greinagerð ásamt stígatengingum.

Breytingartillagan verður til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 13. janúar – 24. febrúar 2020

Hér er hægt að skoða tillögurnar

Athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla - breytt deiliskipulag

 Nánari upplýsingar eru veittar á Umhverfis- og skipulagssviði.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 eða á netfangið berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 24. febrúar 2020.

Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar